ECONAT-verkefnið

Hin fjölþjóðlegu samtök ECONAT-verkefnisins miða að því, með gagnkvæmri samvinnu, að innleiða og dreifa niðurstöðum "NATURA-NET" verkefnisins og að þær þjóni hlutverki líkans fyrir dreifbýlisþróun og góðar starfsvenjur sem og eins konar þjálfun sem stuðlar að menntun og hæfi, fagþróun og aðgang að atvinnu fyrir þá hópa á dreifbýlissvæðum sem eru hvað verst settir hvað varðar sjálfbæra stjórnun náttúrulegra svæða og Evrópunets verndarsvæða. Á þennan hátt leggja þau sitt af mörkum við að leysa vandamál svæðisins og bæta úr skorti á fagþróun og aðgangi að atvinnu á meðal markhópa verkefnisins í þeim ríkjum þar sem yfirfærslan mun eiga sér stað.
“Viljir þú vita meira um verkefnið geturðu farið á vefsvæði okkar: WWW.ECONAT.COM  (á eftir að staðfesta)

Markhópar verkefnisins

 1. Staðar- og svæðisyfirvöld.
 2. Fólk sem býr yfir engri menntun og hæfi eða sem undirgengst nýja starfsmenntun.
 3. Konur í dreifbýli, ungliðahreyfingar, samtök stórfyrirtækja, lítil og meðalstór fyrirtæki (e. Small and Medium Enterprise, SME), ferðamálasamtök og fræðsluyfirvöld.
 4. Ferðaþjónusta, lítil og meðalstór fyrirtæki
 5. Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar.
 6. Sérfræðingar í byggðaþróun.
 7. Sérfræðingar í mannauðsþjálfun.

Markmið:

 1. Að innleiða nýja aðferð til að komast að þörfum vinnumarkaðarins hvað varðar stjórnun náttúrulegra svæða Evrópu og Evrópunets verndarsvæða með því að nota niðurstöður "Natura-Net" verkefnisins (sem þróað var innan Leonardo Da Vinci áætlunarinnar).
 2. Að aðlaga innihald þeirra verkfæra sem innleiða á að þörfum og kröfum markhópa verkefnisins.
 3. Að stuðla að samþættingu hins nýja náms við hreyfingar vinnuafls.
 4. Framkvæma innleiðsluna í nýju félagsmenningarlegu og tungumálalegu samhengi.
 5. Að auka þátttöku í þróun verkefnisins hjá öllum aðilum í umhverfisgeiranum, fræðslumiðstöðvum, óformlegri menntun, svæðisbundnum aðgerðahópum, opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum.
 6. Að efla meginregluna um jöfn tækifæri á starfssviðunum.
    VIÐVÖRUN · KORT  Área privada